Um Skrauturnar

Skrauta endurtekið efni er hugarfóstur Sigríðar Júlíu Bjarnadóttur myndmenntakennara.

Fyrsta flíkin sem ég saumaði 12 ára voru buxur saumaðar úr gömlu laki sem ég litaði fjólublátt.
Móðir mín rak vefnaðarvöruverslun í Keflavík í 12 ár. Þar vann ég meira og minna við afgreiðslu og saumaði mikið á þeim tíma.

Svo skellur fjöldaframleiðslan frá Kína á okkur , og það verður ódýrara að kaupa flík en efni.
Við það missti ég eitthvað , það var svo gaman að skapa flíkurnar. En ég og allar hinar komust í H&M
Og fríkuðum út í fatakaupunum.
Nú er svo komið að framleiðslan er yfirþyrmandi , það er löngu búið að framleiða stóla fyrir allt mannkynið og flíkurnar sem fólk kaupir stoppa stutt við í fataskápnum.
Ég held ég sé að slá á mitt eigið neyslusamviskubit með Skrautunum, alla vega fæ ég útrás fyrir sköpunarþörfinni.

Nafnið:

Skrauta var einstaklega hraust og velmjólkandi kýr frá Neistastöðum.
Skrauta ehf er byggingaverktaki.
Skrauta endurtekið efni er verkefni sem hefur það markmið að gefa notuðum flíkum
framhaldslíf.